Kvöldfréttir

Bjartsýnn á lækkun vaxta og enginn orkuskortur segir forstjóri Landsvirkjunar

Fjármálaráðherra segir hjöðnun verðbólgunnar í takt við væntingar og vonar stýrivextir verði lækkaðir í næstu viku.

Umræðan um orkuskort er óheppileg og farið hefur verið frjálslega með staðreyndir, segir forstjóri Landsvirkjunar. Þörf verði á meiri orku í framtíðinni.

Ísraelski herinn gerði árásir á skotmörk í úthverfum Beirút, höfuðborgar Líbanons í dag.

Samfélagið á Norðurlöndum er opið og gagnsætt sem gerir það berskjaldað fyrir tölvuþrjótum. Þetta kemur fram í nýju og sameiginlegu áhættumati löggæslustofnana á Norðurlöndunum.

Forsætisráðherra er hóflega bjartsýnn á frumvarp til stjórnsýslulaga verði lagt fram á þessu þingi. Það kominn tími á uppfærslu ákveðinna þátta í stjórnarskrá.

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

27. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,