Líkur aukast á að gjósi innan Grindavíkur, hlutabréf í flugfélögum lækka og Carbfix leitar fjárfesta
23. júlí 2024
Hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga hefur verið hækkað og mikil hætta er talin á að það gjósi í Grindavík ef og þegar næst gýs. Kvikuhlaup eða gos gæti orðið á næstu tveimur til þremur vikum.
Tíðindi af verri afkomu Play en búist var við leiddu til þess að hlutabréfaverð lækkaði um nærri fimmtung. Flugfélögin eiga erfitt með að hækka verð, segir ráðgjafi.
Carbfix leitar enn að fjárfestum fyrir minnihluta í fyrirtækinu. Leit hófst í fyrrasumar og framkvæmdastjórinn segir að fyrirtækið vilji vanda valið.
Bretar hafa þrjú ár til að búa sig undir mögulegt stríð við öxulveldi upplausnar, segir nýr yfirmaður hersins og vísar þar til Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Írans.
Fornleifafræðingar töldu sig mögulega hafa fundið týnt riddarainnsigli frá miðöldum á Þingeyrum í vikunni. Líklegra er þó að það sé merki af klæðisstranga.