Albert ákærður og Katrín tekur forystu í skoðanakönnunum
Ríkissaksóknari hefur gert héraðssaksóknara að gefa út ákæru á hendur knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Réttargæslumaður konunnar sem kærði Albert segir það rökstutt með trúverðugleika hennar.
Katrín Jakobsdóttir eykur forskot sitt á aðra frambjóðendur til forseta íslands í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Stjórnmálasálfræðingur segir að það gæti reynst kjósendum snúið að kjósa taktískt gegn henni.
Útlit er fyrir að veiðiheimildir til strandveiða klárist um mitt tímabil miðað við veiðina fyrstu þrjár vikurnar. Strandveiðisjómenn boða hörð mótmæli verði það raunin.
Tæplega fjögur þúsund eru á biðlista hjá Bjargi íbúðafélagi og hefur fjölgað um tæplega þúsund á einu ári.