4. janúar 2024
Mikið álag og veikindi starfsfólks Landspítala bitna á sjúklingum. Þetta segir Ellen Calmon, eiginkona manns sem þurfti að bíða lengi eftir aðstoð á bráðamóttöku spítalans í gær.
Hópur nafntogaðra Ísraelsmanna sakar dómsmálayfirvöld í Ísrael um að hunsa skýra hvatningu þarlendra ráðamanna til þjóðarmorðs og þjóðernishreinsana á Gaza.
Stjórnvöld hafa boðað forsvarsfólk verkalýðshreyfingarinnar til fundar í hádeginu á morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir lítið bera í milli í viðræðum við atvinnurekendur.
Verð á heitu vatni í Vestmannaeyjum hefur hækkað tvisvar á fjórum mánuðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir þetta koma illa við Eyjamenn.
Íslensk uppsjávarskip eru flest ýmist farin til kolmunnaveiða við Færeyjar, eða á leið þangað. Garðar Svavarsson skipstjóri segir kolmunnaveiðarnar verða helsta verkefni uppsjávarflotans þar til í ljós kemur, hvort veiða má loðnu eða ekki.
Réttarhöldum í Samherjamálinu í Namibíu hefur enn verið frestað, vegna kröfu um að dómarinn í málinu víki sæti.
Og jólavenjur landsmanna eru að flestu leyti svipaðar og síðustu ár. Þó hefur þeim fækkað sem senda jólakort, baka smákökur og fara til messu.
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir