Kvöldfréttir

Bankaráði skipt út og fyrsti þjóðarpúls Gallup um forsetakosningarnar

Öllu bankaráði Landsbankans verður skipt út vegna kaupa bankans á TM. Bankasýsla ríkisins telur bankann hafa gengið gegn vilja fjármálaráðherra með tilboði sínu í tryggingafélagið. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Katrín sækir fylgi sitt stórum hluta til kjósenda stjórnarflokkanna.

Formaður Veiðifélags Þjórsár hefur miklar áhyggjur af framtíð laxastofnsins í Þjórsá, verði áætlanir um Hvammsvirkjun veruleika. Hann segir það vonbrigði, en þó ekki koma á óvart, Umhverfisstofnun hafi heimilað breytingar á ánni. Sveitarstjórnir Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar hafa fundað með Heilbrigðisstofnun Vesturlands um leiðir til efla heilbrigðisþjónustu. Til stendur efla síma- og fjarþjónustu og semja við ákveðinn hóp lækna í verktöku til tryggja samfellda læknisþjónustu.

Frumflutt

12. apríl 2024

Aðgengilegt til

12. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,