Kvöldfréttir

Feðgin sem urðu vitni að slysinu og milljarða bótamál Alcoa

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir félagsmenn skoða stöðu sína gagnvart Eimskip og Samskipum. Alcoa Fjarðaál hefur stefnt skipafélögunum og krafið þau um rúma þrjá milljarða í skaðabætur vegna samráðs.

Ísraelsher hefur drepið níu Palestínumenn, hið minnsta, í árásum á Vesturbakkann frá miðnætti. Tala látinna er komin yfir fjörtíu og fimm þúsund frá því stríðið hófst.

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar átta sinnum í viku næstu þrjú árin.

Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir ársfjarveru

Og bíræfnir þjófar stálu sex bílum við höfuðstöðvar Heklu í nótt. Forstjórinn segist ekki muna eftir jafn mörgum bílum hafi verið stolið í einu.

Frumflutt

28. ágúst 2024

Aðgengilegt til

28. ágúst 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,