Stjórnvöld ætla að kaupa allt að 210 íbúðir til að útvega Grindvíkingum húsnæði og styðja þá tímabundið vegna kostnaðar við leigu.
Hagfræðingur telur að kaupin hafi ekki áhrif á fasteignaverð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn.
Tala þarf um þá raunverulegu hættu að skipulögð brotasamtök fái ungmenni til að fremja fyrir sig ofbeldisverk á þeim forsendum að þau hljóti vægari refsingu fyrir aldurs sakir. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn grevigreindarfyrirtækisins OpenAI, segja í bréfi til stjórnar fyrirtækisins að nýjasta afurð þess ógni mannkyni. Bréfið setur ákvörðun stjórnarinnar um að reka forstjórann í nýtt samhengi.
Svarti föstudagurinn hefur breyst í fimmtíu gráa skugga sem teygja sig yfir tvo mánuði með misjafnlega freistandi nettilboðum, segir bandarískur markaðsfræðingur.