Kvöldfréttir

Þarf ekki að skila lyklum strax og heitavatnslaust á stóru svæði

Ríkissaksóknari er hættur við biðja vararíkissaksóknara um skila fartölvu og lyklum skrifstofuhúsnæði embættisins. Enn er beðið eftir ákvörðun dómsmálaráðherra í málinu..

Nærri hundrað og tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu verða heitavatnslaus næsta eina og hálfa sólarhringinn. Aðgerð Veitna hefur áhrif á bæði sundlaugar og hárgreiðslustofur.

Meira en 60 manns veiktust í hópsýkingu vegna nóróveiru á Rangárvöllum í byrjun ágúst. Ekki er ljóst hvort sýkingin smitaðist milli manna eða með neysluvatni.

Enn er reiknað með gosi á Sundhnúksgígaröðinni á hverri stundu. Varnargarðurinn við Hagafell er orðinn um og yfir tólf metrar á hæð.

Frumflutt

19. ágúst 2024

Aðgengilegt til

19. ágúst 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,