Kvöldfréttir

Niðurstaða Alþjóðadómstólsins í Haag, málefni Grindavíkur, ölögráða börn fá debitkort

Ísrael verður koma í veg fyrir þjóðarmorð og grípa tafarlaust til ráðstafana til bæta mannúðarástandið á Gaza. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins sem féllst ekki á beiðni um tafarlaust vopnahlé.

Ekki verður hægt hleypa Grindvíkingum heim um helgina til þess huga húsum sínum og verðmætum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir til aðstoðar Grindvíkingum á áætlun. Haukur Holm ræddi við hana og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra.

Lögreglu þótti ekki ástæða til fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur ungum mönnum sem voru handteknir í Breiðholti í gær. Rannsókn er haldið áfram. Brynjólfur Guðmundsson sagði frá.

Börn geta fengið greiðslukort án aðkomu foreldra. Dæmi eru um nemendur hafi tekið við greiðslum fullorðinna manna fyrir nektarmyndir án vitneskju forráðamanna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá og talaði við Sigríði Nönnu Heimisdóttur, aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla, og Sverri Hreiðarsson, forstöðumann fyrirtækisins Aurs.

Þrátt fyrir efasemdir innan Háskólans á Akureyri um sameiningaráform við Háskólann á Bifröst segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, nauðsynlegt halda samtalinu áfram. Selma Margrét Sverrisdóttir ræddi við hann.

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur samið við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford til ársins 2028.

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

25. jan. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,