Grindvíkingum er nú heimilt að dvelja allan sólarhringinn í bænum, en hver sá sem fer inn í bæinn gerir það á eigin ábyrgð. Linda Blöndal fréttakona fór á íbúafund í Laugardalshöll og og Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, segir komið að því að kveikja ljósin í bænum.
Sprunga við Búrfellsgjá, sem kona féll í í gær er nokkuð utan við göngustíga. Sprungan var ómerkt þegar slysið varð en hefur nú verið merkt með keilum. Rætt við Lárus Steindór Björnsson, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, samskiptastjóra Garðabæjar.
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti notaði andlát rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys til að segja hvað honum finnst athugavert við bandarísk yfirvöld. Hann hafði verið gagnrýndur fyrir að tjá sig ekki um andlátið.
12 einsöngvarar verða í fullu starfi, og óperustjóri verður skipaður til fimm ára í senn, samkvæmt frumvarpi um stofnun Þjóðaróperu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir