Fjármálaráðherra er sáttur við niðurstöðu Landsbankans um kaupin á TM. Hann segir söluna á Íslandsbanka minnka umsvif ríkisins á móti.
Forysta Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur ákveðið að flýta landsfundi flokksins.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hittust í París í dag. Þar baðst Biden afsökunar á þeim töfum sem urðu á vopnasendingum Bandaríkjanna til Úkraínu.
Dönsk yfirvöld hækkuðu nýlega viðbúnaðarstig vegna netógnar frá Rússlandi. Forstjóri netöryggisfyrirtækis segir að Ísland gæti verið í svipaðri stöðu vegna stuðnings við Úkraínu.
Hafrannsóknastofnun er þátttakandi í stóru alþjóðlegu hvalatalningarverkefni á Íslandsmiðum sem stendur fram á haust. Forstjóri Hafró segir að reynt verði að meta hvað og hversu mikið hvalir éti.