Varnargarðar, fasteignamarkaður, hitabylgja, skattar og barneignir
Útlagður kostnaður vegna varnargarða við Grindavík er um 5.5 milljarðar króna. innviðaráðuneytið upplýsir þetta.
Hagfræðingur hjá Arion banka telur mun fleiri fyrstu kaupendur komast inn á fasteignamarkaðinn í ár en í fyrra. Hann segist ekki eiga von á öðru en að íbúðaverð haldi áfram að hækka.
Hitabylgja gengur nú yfir Suður-Evrópu. Yfirvöld á Grikklandi lokuðu Akrópólíshæð yfir hádaginn vegna hitans.
Formaður Björgunarfélags Hornafjarðar gagnrýnir að félagið þurfi að greiða stórar upphæðir til ríkisins vegna framkvæmda við nýja björgunarmiðstöð. Félagið fer á mis við skattaafslátt í gegnum átakið Allir vinna því einingar í húsið eru framleiddar annars staðar á landinu.
Doktor í félagsfræði segir fleira fólk sleppa því að eignast börn nú en áður. Kona sem fór í ófrjósemisaðgerð finnur minni þrýsting frá samfélaginu um barneignir.