Kvöldfréttir

Forvarnir ekki skilað árangri, árás á Poltava fordæmd, réttað yfir rusldrottningunni

Formaður Framsóknarflokksins segir ljóst þjóðin sætti sig ekki við aukið ofbeldi og hnífaburð ungmenna. Forvarnir síðustu ára hafi ekki skilað árangri og bregðast þurfi skjótt við.

Fjöldi þjóðarleiðtoga fordæmir loftárás Rússa á úkraínsku borgina Poltava í dag þar sem yfir fimmtíu týndu lífi. Bandarísk stjórnvöld heita aukinni aðstoð við Úkraínuher.

Það er vænlegra til lengri tíma litið hafa eina sterka fiskvinnslu á Bakkafirði en tvær vinnslur, mati Byggðastofnunar. Fimm var sagt upp í þorpinu í gær.

Réttarhöld hófust í dag yfir sorphirðufyrirtæki sænsku rusldrottningarinnar. Fyrirtækið losaði sig við rusl og mengandi úrgang út í náttúruna, án þess endurvinna hann.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

3. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,