Kvöldfréttir

Hættustig aukið, almannavarnafundur um Grindavík, fleiri börn bíða eftir heilbrigðisþjónusut

26. febrúar 2024.

Fyrirvarar eldgosa við Grindavík gætu styst og færri jarðskjálftar mælst við upphaf eldgosa segir deildarstjóri eldvirkni hjá Veðurstofu Íslands. Hættustig er aukið á nokkrum svæðum í nýju hættumati.

Biðlisti hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur tvöfaldast á síðustu tveimur árum og bíða vel á annað þúsund börn eftir greiningu á ADHD eða einhverfu.

Ungverska þingið samþykkti inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið síðdegis. Forsætisráðherra Svíþjóðar, fagnar niðurstöðunni og segir hana sögulega.

Stúlka sem er með afar sjaldgæfan taugasjúkdóm fær loks hjólastólahjól, fimm árum eftir sjúkratryggingar höfnuðu fyrstu umsókn hennar.

Stuðningsmenn rússneska andófsmannsins Alexeis Navalnís segja samkomulag um skipta á frelsi hans og rússneskum njósnara í haldi í Berlín, hafi verið á lokametrunum þegar hann dó. Þeir saka stjórnvöld um ráða Navalní bana.

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

25. feb. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,