Kvöldfréttir

Árásir í Íran, skjálftar, læknir í leyfi, loðna og Laufey Lín

3. janúar 2024

Mannskæðar sprengjuárásir sem framdar voru í Íran í dag eru fordæmdar víða um heim og yfirvöld í Íran heita hörðum viðbrögðum. Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir árásinni, sem er mannskæðasta í Íran frá íslömsku byltingunni 1979.

Fulltrúar breiðfylkingar verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins segjast nálægt því samkomulagi um launaliðinn í nýhöfnum kjaraviðræðum.

Hátt í 500 skjálftar hafa mælst við Trölladyngju nærri Kleifarvatni frá því snarpur skjálfti varð þar á ellefta tímanum í morgun.

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir er kominn í leyfi frá störfum við Landspítalann. Ástæðurnar tengjast plastbarkamálinu svokallaða.

Fjögur skip halda líkindum til loðnurannsókna um miðjan janúar. Útgerðir loðnuskipa taka þátt í leiðangrinum og kostnaði við hann.

Og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hlaut íslensku bjartsýnisverðlaunin í dag. Lögum með henni er streymt um 150 milljón sinnum á mánuði á streymisveitum heimsins.

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

2. jan. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,