Kvöldfréttir

Tveggja flokka starfsstjórn tekur við - kosið 30. nóvember. Sambandslaust Norðanlands.

Halla Tómasdóttir forseti hefur fallist á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og beiðni um þingrof. Við tekur tveggja flokka starfsstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Kosið verður fyrstu helgina í aðventu. VG tekur ekki þátt í starfsstjórn og ráðherrar flokksins verða almennir þingmenn á morgun. Þetta segir formaður VG.

Formaður Framsóknar segir nægilegt traust ríki milli hans og formanns Sjálfstæðisflokksins, þó óneitanlega það minna en áður.

Öll fjarskipti lágu niðri á stórum hluta Norðurlands í tæpan hálftíma í dag. Tetra kerfið var stopult og sumsstaðar því alveg sambandslaust.

Kamala Harris leiðir í skoðanakönnunum í fjórum af sjö sveifluríkjum fyrir kosningarnar Vestanhafs. Donald Trump leiðir í hinum þremur. Sléttar þrjár vikur eru til kosninga.

Kennarar mótmæltu við Ráðhús Reykjavíkur í dag, ummælum borgarstjóra um kennarastörf. Um 50 kennarar í borginni íhuga hópuppsögn.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

15. okt. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,