Dómsmálaráðherra fékk ekki símtal og Ísland í mannréttindaráð SÞ
Dómsmálaráðherra segir óeðlilegt að ráðherrar hafi afskipti af málefnum annarra ráðherra, sérstaklega undirmönnum þeirra.
Mælingar gefa til kynna að hægt hafi á hraða landriss í Svartsengi. Ekkert bendi þó til þess að kvikusöfnun komi til með að hætta á næstunni.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segir Orkuveituna komna langt út fyrir kjarnastarfsemi sína með dótturfélagi sínu, Carbfix. Hún segir mikla áhættu lagða á útsvarsgreiðendur í Reykjavík í tengslum við Coda Terminal.
Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og þarf þá að taka afstöðu til ályktana rannsóknarnefndar sem í dag sakaði Ísrael og Hamas-samtökin um stríðsglæpi í nýrri skýrslu um stríðið á Gaza.
Óvissustig er í gildi hjá Matvælastofnun vegna skæðrar inflúensu í fuglum. Stofnunin kallar eftir tilkynningum verði fólk vart við veika eða dauða fugla.