Stjórnmál, Biden um Íran, tjón af rafmagnsleysi, dularfullur svikahrappur og hlutdeildarlán
Margar skýringar geta verið á slöku gengi Sjálfstæðisflokksins í könnunum að undanförnu segir þingflokksformaður hans, sem tekur undir með ráðherra Vinstri grænna um að gott gæti verið að kjósa til Alþingis í vor frekar en næsta haust.
Olíuverð hækkaði um fimm prósent eftir að Bandaríkjaforseti sagðist hafa rætt mögulegar sprengjuárásir á olíubirgðarstöðvar í Íran. Stjórnvöld þar vara aðrar þjóðir við að styðja árásir Ísraela á landið.
Líbanski stjórnarherinn sagðist í dag hafa skotið á ísraelska hermenn í fyrsta sinn í átökunum. Ekki er talið að atvikið leiði til frekari átaka stjórnarherjanna
Nær eitt hundrað tilkynningar um tjón hafa borist eftir að högg kom á raforkukerfið í gær og búist er við að þeim eigi eftir að fjölga. Ráðherra raforkumála segir þetta undirstrika nauðsyn þess að styrkja kerfið.
Maður sem sveik út lyf í nafni látinnar sambýliskonu sinnar í tæpan áratug á að baki langan sakaferil. Hann hefur svikið hverja stofnunina á fætur annarri.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er aftur farin að taka við umsóknum um hlutdeildarlán. Margir hafa beðið mánuðum saman eftir að opnað yrði fyrir umsóknir á ný.