Kvöldfréttir

Réttindagæsla fatlaðra, símboðaárás í Líbanon og orkuspá Landsnets

Yazan Tamimi fékk ekki viðeigandi stuðning þegar flytja átti hann og fjölskyldu hans úr landi, þetta segir réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Gæta þurfi mannvirðingu í málum eins og þessum.

Þúsundir særðust og níu létust í Líbanon þegar símboðar liðsmanna Hezbollah sprungu. Svo virðist sem símboðarnir hafi verið sprengdir í samstilltri árás og Hizbollah segir Ísrael hafa verið verki.

Síðustu bensín- og dísilbílarnir verða afskráðir 2050 samkvæmt orkuspá Landsnets, en orkuskiptin ganga hægar en ráðgert var.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna þríklofnaði við afgreiðslu á uppfærðum samgöngusáttmála í dag.

Barátta tónlistarkennara í Skagafirði fyrir greidd laun fyrir akstur milli bæja fer óbreyttu til Landsréttar. Sveitarfélagið var dæmt í héraði til greiða kennurum meira en sjö milljónir króna, en byggðaráð hefur ákveðið áfrýja.

Frumflutt

17. sept. 2024

Aðgengilegt til

17. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,