Kvöldfréttir

Hefði viljað meira aðhald, áhyggjur af vöxtum og verðbólgu, Blinken harðorður í garð Ísraela

Samtök Iðnaðarins eru heilt yfir ánægð með fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra kynnti í morgun. Framkvæmdarstjóri samtakanna hefði þó viljað aukið aðhald í ríkisfjármálunum.

Heimilum landsins blæðir, sagði formaður Kennarasambandsins á útifundi verkalýðsfélaga Austurvelli síðdegis. Hátt vaxtastig og verðbólga gerir fólki erfitt fyrir, bitni á börnum og framtíðinni. Einn mótmælenda sagði fólk bugast yfir afborgunum sem það ráði ekki við. Margir mótmælenda höfðu áhyggjur af vöxtum.

Nýr forseti Íslands Halla Tómasdóttir fjallaði um húsnæðisvanda, ofbeldi, menntun í innflytjendamál við þingsetningu í dag. Nýr biskpu sagði sorg grúfa yfir landinu við setningu Alþingis.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var óvenju harðorður í garð ísraelskra stjórnvalda í dag, eftir Ísraelsher drap bandarískan ríkisborgara á Vesturbakkanum.

Frumflutt

10. sept. 2024

Aðgengilegt til

10. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,