Læknar íhuga verkfall og friðaviðræður hefjast í Katar á morgun
Menn eru svolítið bara komnir í þrot að bíða eftir einhverju ljósi í myrkrinu, segir formaður Læknafélags Íslands. Læknar íhuga að grípa til verkfallsaðgerða gangi viðræður um nýjan kjarasamning ekki hraðar.
Vopnahlésviðræður milli Ísraels og Hamas hefjast í Katar á morgun. Hamas segjast vera að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum sem sáttasemjurum.
Íslenska ríkið veitti í dag Landsvirkjun heimild til að reisa og reka vindorkuver á skilgreindu svæði sunnan Sultartangastíflu innan þjóðlendu.
Biskupi Íslands líst vel á að gerðar séu breytingar á Kirkjugörðum Reykjavíkur en er þó ekki tilbúin til að skipta út orðinu kirkjugarður.
Framvegis skal merkja salerni út frá aðstöðu sem þar er í boði en ekki eftir kynjum.