Virkjanaleyfi fyrir vindorku og þrjátíu kílómetra eldveggur í Grikklandi
Orkustofnun veitti í dag fyrsta leyfið til vindorkuvirkjunar á Íslandi. Orkumálastjóri segir mikilvægt að móta langtímastefnu um þessi mál. Þúsundir hafa þurft að flýja skógarelda í úthverfi í norðausturhluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Skógareldinum hefur verið lýst sem þrjátíu kílómetra löngum eldvegg.
Þeir fjórir sem þegar hafa hlotið dóm í stóra Kókaínmálinu neituðu allir að Pétur Jökull Jóhannsson hefði stýrt innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni árið 2022. Tveir þeirra neituðu að svara spurningum við aðalmeðferð málsins í dag.
Forseti Bandaríkjanna ræddi stöðuna í Miðausturlöndum við leiðtoga Evrópuríkja í dag. Íranir gætu hafið umfangsmikla árás á Ísrael í vikunni.
Fimmtán af átján sakborningum sem eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi neituðu sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.