Heimilsiofbeldi og manndráp, Grindavík, Venesúela, Brákarborg, hælisleitendur og bústaður biskups
Lögreglu barst tilkynning um mögulegt heimilisofbeldi í máli manns sem sakaður er um að hafa banað sambýliskonu sinni á Akureyri í apríl. Líklegt er að áhættumat hafi brugðist, að mati framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins.
Hægt er að hefja viðgerðir á götum, lögnum og öðrum innviðum í Grindavík eftir tvær til þrjár vikur, en það velti þó alltaf á ástandinu þar syðra. Þetta segir fulltrúi Grindavíkurnefndar í framkvæmdanefnd.
Kuldapollur í hafinu suður af Íslandi hefur mikið um það að segja, hversu kalt sumarið hefur verið.
Leikskólinn Brákarborg í Reykjavík verður lokaður í minnsta kosti sex mánuði vegna viðgerða. Skólastarf á að hefjast í bráðabirgðahúsnæði á mánudag en öryggisúttekt verður ekki gerð fyrr en á morgun
Hælisleitendum fækkar í Svíþjóð og eru umsóknir um alþjóðlega vernd færri en verið hefur um árabil. Fleiri flytja nú frá landinu en inn til þess í fyrsta sinn í um hálfa öld.
Embættisbústaður biskups er til sölu, húsið hefur verið bæði móttöluslaur krikjunnar og heimili biskups.