Leit að ferðamönnum, öryggi fangavarða, Bangladess, vegur í sundur í Djúpi, blaut tjaldstæði
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að leitarhundar og drónar séu væntanlegir í Kerlingarfjöll til leitar að ferðamönnum sem óskuðu eftir aðstoð Neyðarlínunnar. Búið er að útiloka að yfirgefinn bílaleigubíll tilheyri ferðamönnunum.
Fangaverðir vilja betri þjálfun og betri mönnun á vaktir á Litla-Hrauni til að bregðast við auknu ofbeldi í fangelsinu
Þing Bangladess hefur verið leyst upp og unnið er að myndun bráðabirgðastjórnar. Forsætisráðherrann hefur flúið land.
Áin Mórilla rauf varnargarða við veginn um Kaldalón í norðanverðu Ísafjarðardjúpi í nótt. Vegurinn er skemmdur og fólk á Snæfjallaströnd innilokað þar til viðgerð lýkur.
Mörg tjaldstæði á suðurhluta landsins eru gegnsósa eftir rigningar síðustu daga. Umsjónarmaður tjaldsvæðisins á Selfossi segist ekki muna eftir jafn krefjandi sumri.
Og tveir kvenkyns hákarlar á Ítalíu hafa fjölgað sér án nokkurrar aðkomu karlhákarla, þrjú ár í röð.