Við eftirlit MAST í fiskeldisstöð Samherja í Öxarfirði kom í ljós að þar vantaði yfir 5000 fiska. Stofnunin telur að þeir fiskar hafi runnið til sjávar sem seiði, þegar flæddi upp úr eldiskeri í maí.
Rafmagn verður tekið af Grindavík í kvöld. Í tilkynningu HS veitna eru tímasetningar ekki nákvæmar en gert ráð fyrir 6 til átta klukkustundum án rafmagns.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands á fund með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að loknum leiðtogafundi NATO í kvöld.
Ferðaþjónustubóndi á Suðausturlandi lækkaði verð á gistingu um allt að fimmtung vegna minni eftirspurnar. Hún segir uppsafnaða ferðaþörf eftir Covid ekki lengur til staðar.
Íslenskir gerendur í kynferðisbrotum eru gjarnan álitnir saklausir uns sekt er sönnuð. Annað gildir um útlendinga ef marka má samfélagsumræðuna segir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Þrjár vikur eru í að Halla Tómasdóttir verði sett í embætti forseta Íslands. Undirbúningur er í fullum gangi.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir