Endurfjármögnun HS Orku, 18 ákærðir í einu máli, NATO fundar í Washington og þjóðarsorg í Úkraínu
HS Orka hefur lokið rúmlega 40 milljarða króna endurfjármögnun á rekstrinum. Forstjórinn segir að þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaga séu kjörin ásættanleg.
Héraðssaksóknari hefur ákært átján manns fyrir fíkniefnasmygl. Afar sjaldgæft er að svo margir séu ákærðir í sama máli.
Úkraínskur prestur segja landa sína sorgmædda og í áfalli eftir árásir Rússlandshers í gær, meðal annars á barnaspítala. Aukinn þungi er í árásum Rússa.
Sjötugasti og fimmti leiðtogafundur NATO hófst í Washington í dag. Líklegt þykir að málefni Úkraínu verði helsta umræðuefni fundarins.
Áform eru um að ríkið beri allan kostnað af uppbyggingu hjúkrunarheimila. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist styðja að ríkið taki betur utan um málaflokkinn.
Undanúrslit hefjast á EM í fótbolta í kvöld þegar Frakkar mæta Spánverjum í München.