Eldur á Höfðatorgi, brot Ísraelshers, hópamyndun unglinga og þétting úthverfa
Tjón vegna eldsins í Turninum á Höfðatorgi í dag virðist minna en á horfðist, þó nokkur fyrirtæki hafi tilkynnt um tjón. Slökkvistarf gekk vel.
Palestínumaður, sem ísraelskir hermenn bundu við jeppa um helgina, segir þá hafa sparkað í skotsár sem þeir veittu honum og hótað honum lífláti.
Foreldrar eru lykilbreyta í baráttunni gegn ofbeldi barna, að mati afbrotafræðings. Hann segir hópamyndun unglinga ekki nýmæli og ekki þurfa að vera áhyggjuefni.
Rannsóknarlögreglumaður sem stýrði rannsókn Bátavogsmálsins segir að erfitt hafi verið að taka skýrslu af sakborningi eftir handtöku. Hún hafi verið ótrúverðug í öllu sem hún sagði og mögulega haldin einhvers konar ranghumyndum.
Borgarstjóri kynnti í dag áætlanir um byggingu fimm hundruð húsa í Grafarvogi á næstu árum. Stefnt er á að þétta útvherfi borgarinnar á næstu árum í húsnæðisátaki borgarinnar.