Dýrara að búa í borginni, vill forðast gengjastríð, mæla hraun með þrívíddardrónum
Maður sem bjó í þjónustuíbúð á hjúkrunarheimili í Grindavík borgar þrefalt meira fyrir sambærilega íbúð í Reykjavík. Ganga þarf á sparifé til að láta dæmið ganga upp.
Niðurstaðan í máli Julians Assange er táknrænn sigur að mati prófessors í fjölmiðlafræði, en segir lítið um stöðu fjölmiðlafólks.
Dómsmálaráðherra vill sporna við ofbeldi ungmenna og forðast gengjastríð, eins og algeng eru á Norðurlöndum. Stjórnvöld kynntu aðgerðaáætlun í dag.
Þrír starfsmenn rafhlöðuverksmiðju í Svíþjóð hafa, frá áramótum, látist á grunsamlegan hátt. Lögregla rannsakar hvort vinnuaðstæður hafi valdið dauða þeirra.
Nýja hraunið í Svartsengi verður myndmælt með þrívíddardrónum áður en ákvörðun verður tekin um það hvort, og þá hvernig, varnargarðurinn verði hækkaður.
Almenningur hefur flykkst út á götur í Kenía til að mótmæla umdeildum skattahækkunum. Skemmdir voru unnar á ráðhúsi höfuðborgarinnar Naíróbí og kveikt í þinghúsinu.