Kæla hraun á varnargarði, vantrauststillaga, árás á flóttamannabúðir, leigubílarassía
Hraun vellur yfir varnargarð við Sýlingarfell. Reynt er að hemja hraunið með vinnuvélum. Slökkvilið býst til að sprauta á hraunið og beita kælingu í fyrsta sinn frá því í Vestmannaeyjagosinu.
Þingmenn Miðflokksins lögðu í dag fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar hyggjast styðja tillöguna sem verður í síðasta lagi tekinn fyrir á fimmtudag.
Ísraelsher gerði árás á fjölda skotmarka á Gaza í dag, meðal annars á flóttamannabúðirnar á miðri Gazaströndinni.
48 leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru eftir viðamikið eftirlit lögreglu. Suma vantaði búnað. Aðrir óku án leyfis. meðal annars vegna vöntunar á búnaði og fyrir að aka án leyfis.
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir formann nefndarinnar hafa kastað stærsta verkefni hennar í ruslið með því að boða til fundar með skömmum fyrirvara.
Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur staðfest viðamikla og umdeilda löggjöf um endurheimt lífríkis, vistkerfa og náttúru eftir harðar deilur og átök.