Óbreytt gosvirkni við Sundhnúksgígaröðina, nýjar skoðanakannanir og NATO ráðherra funda í Prag
Virkni á gossprungunni við Sundhnúksgígaröðina hefur verið nokkuð stöðug í dag eftir að dró úr henni í nótt. Gosmóðu verður vart víða um land en hún telst ekki hættuleg.
Ekki er marktækur munur á Katrínu Jakobsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Höllu Hrund Logadóttur í nýrri könnun Prósents fyrir forsetakosningarnar á laugardag. Katrín er hins vegar efst í könnun Félagsvísindastofnunar.
Skýrari samstaða gegn Rússum er ekki stigmögnun átaka í Úkraínu að mati utanríkisráðherra. NATO-ráðherrar ræða líklega möguleikann á beitingu vestrænna vopna innan landmæra Rússlands.
Fyrstu andarungarnir eru að klekjast út við Tjörnina. Mikilvægt er að hætta brauðgjöfum til að sporna við ágangi sílamáva.