Hætta talin á hraunflæði í Grindavík, gögn í aðdragandi kaupa á TM, rannsóknarnefnd vegna Súðavíkur skipuð
Orkumálaráðherra segir það vonbrigði að fólk nýti sér allar mögulegar glufur í lagaumhverfinu til að tefja fyrir framkvæmdum við Hvammsvirkjun. Horfa þurfi til hagsmuna þjóðarinnar, sem þurfi á grænni orku að halda.
Vísbendingar eru um að fljótlega gæti dregið til tíðinda á gosstöðvunum við Sundhnúksgíga. Aukin hætta er talin á hraunflæði í Grindavík.
Formaður fjárlaganefndar segir gögn sem nefndin fer yfir varpa skýrara ljósi á samskiptin í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.
Skipuð verður sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir ákvarðanir stjórnvalda og almannavarna í aðdraganda snjóflóðsins sem féll í Súðavík árið 1995. Tillaga þessa efnis var samþykkt á Alþingi í dag með öllum greiddum atkvæðum.
Innflutt matvæli og blóm eiga eftir að hækka nokkuð í verði í breskum verslunum vegna eftirlits við landamærin. Eftirlitið átti að hefjast fyrir tæpum þremur árum en því hefur ítrekað verið frestað.