Kvöldfréttir

Móðirin ákærð fyrir manndráp, ráðherra harðlega gagnrýndur, tveir turnar í könnunum, ráðherra bregst við kvörtunum lækna

Héraðssaksóknari gaf í morgun út ákæru á hendur konu sem er grunuð um hafa orðið sex ára syni sínum bana í janúar. Konan er ákærð fyrir manndráp.

Þung orð féllu á Alþingi í dag í umræðu um frumvarp matvælaráðherra um breytingar á lögum um lagareldi. Ráðherra var sakaður um afhenda auðlindir þjóðarinnar laxeldisfyrirtækjum og norskum auðmönnum.

Mörg verkefni þarf leysa þar til atvinnulífið í Grindavík öðlast fyrri styrk. Atvinnurekendur og bæjarstjórn í Grindavík eru á fundi þar sem horfur atvinnulífs í bænum eru til umræðu.

Heilbrigðisráðherra ætlar bregðast við athugasemdum lækna um mikla pappírsvinnu og fella niður hluta tilvísanir til barnalækna. Læknir líkir starfinu við pöntunarþjónustu.

Flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Baldur Þórhallsson nýtur næstmests fylgis. Halla Hrund Logadóttir fjórfaldar fylgi sitt milli kannana.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt greiða fórnarlömbum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins bætur vegna kynferðisofbeldis sem hann beitti um árabil.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

23. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,