Einhverfur drengur fær ekki stuðning, aðgengi að gosinu, safnskólum lokað og grunur um morðtilraun við Zelensky
18. apríl 2024
Algengt er að foreldrar einhverfra barna endi í kulnun og falli út af vinnumarkaði segir Sara Rós Kristinsdóttir, móðir einhverfs drengs sem ekki hefur sótt skóla mánuðum saman. Hún segir engin úrræði að fá í skólakerfinu.
Stýrihópur á vegum Ferðamálastofu hefur til skoðunar að opna aðgengi að gosstöðvunum. Til þess að af því geti orðið þarf að tryggja öryggi fólks, gera bílastæði og gönguleiðir. Lagt er upp með að eftirlit verði í höndum annarra en lögreglu og björgunarsveita.
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir það hafa verið erfiða ákvörðun að leggja niður safnskóla, sem hafa verið starfræktir fyrir grindvísk börn. Tilkynnt var í gær að engin kennsla yrði í grunnskólum bæjarins næsta skólaár og ekki yrði haldið úti sérstökum skólum í öðrum bæjarfélögum fyrir grindvísk börn.
Pólskur ríkisborgari var í dag handtekinn fyrir að hafa aðstoðað rússnesku leyniþjónustuna við að skipuleggja morð á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu.
Carbfix ohf. tapaði 170 milljónum króna á síðasta ári. Samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag að sækja um framlengingu á undanþágu frá upplýsingalögum, en félagið ber fyrir sig samkeppni við olíu- og gasfyrirtæki.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson