Ríkisstjórnarflokkarnir þrír ætla að óbreyttu að halda samstarfi sínu áfram út þetta kjörtímabil. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi leiðtoga stjórnarflokkanna í dag.
Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn sem matvælaráðherra og Svandís Svavarsdótir flytur sig yfir í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður utanríkisráðherra á ný. Óvíst er hvernig eldgosið við Sundhnúk þróast á næstunni. Því gæti lokið á næstu dögum en það gæti líka hlaupið aukinn kraftur í það segir náttúruvársérfræðingur. Sveitarfélög landsins bíða spennt eftir útfærslu ráðherra á tillögum sem gætu skilað sveitarfélögum auknum fasteignagjöldum af virkjunum. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir of lítið af tekjum Kárahnjúkavirkjunar skila sér til alls nærsamfélagsins.