Kvöldfréttir

Forsetaframboð og pólitík, Ísrael, Landris, Steinunn Ólína í framboð

Líklegt er talið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni um forsetaframboð á morgun. Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og varaformaður Vinstri grænna semja um framhald stjórnarsamstarfsins.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks VG, segist ekki reikna með ráðherrafjöldi flokksins breytist ef formaðurinn tekur af skarið og býður sig fram.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza og krafðist þess Ísraelar gripu til aðgerða til koma í veg fyrir óbreyttir borgarar væru drepnir í hernaðaði Ísraela þar.

Landris mælist á við Svartsengi á Reykjanesskaga, og engar vísbendingar eru um eldgosinu ljúka, segir Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá veðurstofu Íslands.

Starfsfólk sjúkrahúss í Prag sendi ranga konu í þungunarrofsaðgerð, fyrir misskilning. Stjórnandi sjúkrahússins harmar mistökin og býður konunni aðstoð.

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögur aðgerðum til stemma stigu við reiðhjólaþjófnaði á höfuðborgarsvæðinu. Hátt í 1.700 sautján hundruð tilkynningar um reiðhjólaþjófnað bárust frá 2021 til 2023.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Andri Yrkill Valsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

4. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,