Ósátt við Náttúruhamfaratryggingu og viðbrögð við boðuðu verkbanni
Verkalýðshreyfingin verður að setja niður nýjar víglínur í kjarasamningaviðræðum eftir að setja átti verkbann á tugþúsundir til að knýja lítinn hóp til hlýðni, segir formaður VR.
Grindvíkingur sem Náttúruhamfaratrygging synjaði um bætur gagnrýnir vinnubrögð stofnunarinnar, um 80 hefur verið neitað um bætur.
Þunguð kona sem býr á Seyðisfirði þurfti að þvælast í bíl með verki í allan gærdag því fæðingarþjónusta liggur niðri í Neskaupstað og ljósmóðir var ekki á Egilsstöðum. Þegar yfir lauk voru meira en 650 kílómetrar að baki og tíu ferðir yfir fjallvegi í erfiðu færi og blindu.
Ferðamálastofa varar við vasaþjófum á fjölförnum ferðamannastöðum hér á landi. Öryggisfulltrúi telur að mögulega sé þjófahópur á ferð.