Ríkissáttasemjari hefur lagt fram tillögu um lausn á kjaradeilu VR og Samtaka atvinnulífsins. Það kemur í ljós í kvöld hvort hún verður samþykkt.
Heitavatnið í Eyjum er mun dýrara en áður en ekki jafn heitt. Heimamenn kvarta og segja að breyta verði regluverkinu svo fólk á köldum svæðum sitji við sama borð og aðrir landsmenn.
Mannekla og óhentugt húsnæði standa helst í vegi fyrir þeim úrbótum á Geðdeild Akureyrar, sem umboðsmaður Alþingis kallar eftir.
Namibíski dómarinn Moses Chinhengo hefur neitað að segja sig frá Samherjamálinu í Namibíu þrátt fyrir ásakanir um hlutdrægni í málsmeðferð sinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan á Landspítala eftir bílveltu á veginum á milli Langjökuls og Gullfoss síðdegis.
Dómari í Georgíuríki í Bandaríkjunum hefur fellt niður sex ákæruliði í máli Donalds Trump, fyrrum bandaríkjaforseta um afskipti hans af úrslitum forsetakosninganna árið 2020.
Bandaríkjaþing hótar að loka Tik Tok í Bandaríkjunum, verði samfélagsmiðillinn áfram í eigu kínverska ríkisins.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir