Handtökur vegna mansalsrannsóknar, ekkert pláss fyrir málamiðlanir, parísarhjól við höfnina
Fjölmennt lið lögreglu og fjölda annarra stofnana gerði húsleit á tugum staða um land allt í dag, vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. Fimm voru handteknir.
Það er ekkert pláss fyrir málamiðlanir um frumvarp til útlendingalaga, segir fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Fjörutíu prósent launafólks segjast ekki ná endum saman samkvæmt rannsókn Vörðu á stöðu launafólks á Íslandi. Staða foreldra versnar á milli ára.
Grásleppa er ekki ofveidd í segir sjávarlíffræðingur hjá Hafró. Enn kemur of mikið af sel og teistu í netin þó að minna sé um það síðustu ár.
Reykjavíkurborg leitar að fyrirtæki til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn í sumar. Það verður að þola íslenskar aðstæður, bæði með hliðsjón af vindi og jarðhræringum.