Grindavík opnar aftur, kjaraviðræður, Ísrael mætir ekki á samningafund, þingsæti m.v. Gallup, jafnlaunavottun
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna Grindavík og önnur svæði sem voru rýmd í gær á ný. Bláa Lónið opnar aftur í fyrramálið. Ragnar Jón Hrólfsson tók saman.
Formaður Eflingar segir meiri líkur en minni að hægt verði að ganga frá kjarasamningum stærstu verkalýðsfélaganna innan ASÍ við Samtök atvinnulífsins á næstu dögum. Arnar Björnsson ræddi við formann Eflingar og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins
Samninganefnd Ísraels hefur ekki látið sjá sig í Kaíró þar sem vopnahlésviðræður við Hamas eiga að fara fram. Bandaríkjastjórn heldur því fram að vopnahlé verði samþykkt fyrir næstu helgi. Róbert Jóhannsson tók saman.
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í öllum landshlutum, samkvæmt greiningu á nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Færu kosningar líkt og könnunin segir til um fengi flokkurinn tuttugu þingsæti. Ragnar Jón Hrólfsson tók saman.
Lítill munur reyndist á launamun kynjanna í fyrirtækjum sem fengið hafa jafnlaunavottun og þeim sem hafa hana ekki. Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir verkefnið ganga hægar en búist var við. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur og Rögnu Kemp Haraldsdóttur.