Kjaramál, HS og lagnir, færslugjöld og vinsæll forseti
Formaður VR segir miður að í síðustu kjaraviðræðum hafi þurft að grípa til aðgerða til þess að fá Samtök atvinnulífsins að samningaborðinu. Hann segir ekki tímabært að grípa til aðgerða strax.
Brátt verður byrjað að smíða nýjar heita- og kaldavatnslagnir til að hafa tiltækar ef annað gos setur lagnakerfi á Suðurnesjum úr skorðum. Unnið er í kappi við tímann svo þær verði tilbúnar í tæka tíð.
Ísleningar borga milljarða í færslugjöld af greiðslukortum sínum. Færslugjöldin eru þrefalt hærri þegar kortin eru notuð erlendis
Matvælastofnun hefur kært hótun sem eftirlitsmenn stofnunarinnar urðu fyrir. Forstjóri MAST segir hótanir alltaf teknar alvarlega.
Rúmlega áttatíu prósent landsmanna eru ánægð með störf forseta Íslands, sem lætur af embætti í sumar.
Ofbeldi barna gegn jafnöldrum sínum fékk að þrífast í dönskum grunnskóla árum saman áður en skólastjórnendur greindu foreldrum frá því.