Samfylkingin mælist með tólf prósenta meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur munurinn aldrei mælst meiri.
Veðurstofa Íslands telur að minni fyrirvari verði fyrir næsta eldgos en þau síðustu. Þetta kemur fram í nýju hættumati.
Rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gærmorgun er á viðkvæmu stigi en miðar vel, að sögn lögreglu.
Alþingi verður að breyta lagatexta um stafræn kynferðisbrot gegn börnum. Þetta segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta.
Samninganefndir félaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sátu á fundi í allan dag. Boðað hefur verið til nýs fundar í fyrramálið.
Yfir 62 prósent jarðarbúa eru virk á samfélagsmiðlum. Facebook er sá miðill sem flestir nota.
Saurkólí- og e.coli-gerlamengun hefur greinst í vatni á Seyðisfirði. Íbúum er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við Láru Guðmundsdóttr, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir