Grindavík, Netanyahu um Palestínu, Landmannalaugar og lán til kúabænda
Innviðaráðherra segir ríkisstjórnina kanna allar mögulegar leiðir til að bregðast við atburðunum í Grindavík. Fyrsta skrefið sé að búa til skjól fyrir Grindvíkinga. Rætt við Sigurð Inga Jóhannsson.
Forsætisráðherra Ísraels hafnaði í dag hugmyndum um palestínskt ríki. Það er þvert á afstöðu Bandaríkjanna, helsta bandalagsríkis Ísraels.
Áform um stækkun bílastæða við Landmannalaugar hafa verið slegin af. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í dag framkvæmdaleyfi sem Rangárþing ytra samþykkti í haust.
Baldur Helgi Benjamínsson kúabóndi í Eyjafirði gagnrýnir vaxta- og afborgunarlaus lán Kaupfélags Skagfirðinga til bænda þar um slóðir við kaup á mjólkurkvóta. Það sé mikil mismunum gagnvart bændum í öðrum landshlutum.
Hópur fólks mótmælti við útvarpshúsið síðdegis að Ísrael verði heimilað að taka þátt í Eurovision í vor. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að ekkert stæði í vegi fyrir þátttöku Ísraela. Fólk á förnum vegi spurt um afstöðu sína.