Nýtt hættumat í Grindavík, umsókn palestínskra drengja fær efnismeðferð, endurskoðun búvörusamninga
Gasmengun mældist við vinnu ofan í brunnum veitukerfis Grindavíkur í gær. Hættuleg gasmengun er á meðal þess sem nefnt er í hættumati fyrir Grindavík sem helst óbreytt fram á föstudag. Lögreglustjóri segir að enn sé hætta innan bæjarmarkanna.
Landsvirkjun auglýsir útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver. Vonast er til þess að spaðarnir verði farnir að snúast fyrir lok árs 2026.
Tveir palestínskir drengir, sem til stóð að vísa úr landi til Grikklands, fá efnismeðferð á umsókn sinni um alþjóðlega vernd. Fósturmóðir annars segir ekki vitað hvenær mál drengjanna verður tekið fyrir.
Frelsi til þungunarrofs verður bundið í frönsku stjórnarskrána nái tillaga sem laganefnd franska þingsins samþykkti í dag fram að ganga.
Landsvirkjun hyggst auglýsa útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu.
Forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, telur litla ástæðu til bjartsýni í alþjóðaviðskiptum á þessu ári og þá sérstaklega vegna árása Húta á kaupskip á Rauðahafi.
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnan- og vestanvert landið vegna talsverðrar snjókomu í nótt og í fyrramálið.