Forsætisráðherra Ísraels fór til Gaza í dag og segir árásinni þar hvergi nærri lokið. Íranir segjast ætla að hefna árásar Ísraelsmanna á herforingja í Sýrlandi.
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og Vestfjörðum var aflétt í dag. Gul viðvörun vegna ofankomu verður í gildi sunnanlands á morgun.
Áætlað er að dvalið hafi verið í 50 til 60 húsum í Grindavík á aðfangadagskvöld. Lögreglan endurmetur stöðuna um viðveru íbúa eftir tvo daga.
Messað var á fjölda tungumála í kirkjum landsins í dag. Kirkjugestur segir mikilvægt að geta hlýtt á predikun á eigin tungumáli á jólunum.