Kvöldfréttir

Dregið úr gosi, raforkuskerðingar, Svanhildur Hólm verði sendiherra

Dregið hefur úr eldgosinu við Sundhnúksgíga. Aðallega gýs á tveimur stöðum á sprungunni.

Samkvæmt nýjum hraunflæðilíkönum eru þeir innviðir sem helst gætu verið í hættu Grindavíkurvegur, hitaveitulögn og raflagnir.

Jarðefnafræðingur segir fyrstu niðurstöður mælinga úr eldstöðvunum við Sundhnúksgíga líkjast kvikunni sem kom upp í gosunum við Fagradalsfjall.

Framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa Lóninu segir stöðuna metna frá degi til dags með viðbragðsaðilum og erfitt spá fyrir um framhaldið.

Landsvirkjun ætlar skerða afhendingu raforku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins. Skerðingar munu taka gildi í janúar.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur tilnefnd fyrrverandi aðstoðarmann sinn, til fjölda ára, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Frumflutt

19. des. 2023

Aðgengilegt til

18. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,