Mörg af helstu bandalagsríkjum Ísraels hafa hert á kröfum sínum um hlé á árásum Ísraelshers á Gaza. Skorað er á Ísrael að koma aftur að samningaborðinu til að frelsa fleiri gísla úr haldi Hamas.
Allt bendir til þess að flugumferðarstjórar muni leggja niður störf í fyrramálið. Ekki hefur enn verið boðað til samningafundar í kjaradeilu þeirra við Isavia og Samtök atvinnulífsins.
Bláa lónið var opnað á ný í dag með skilyrðum, eftir meira en fimm vikna lokun vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og hættu á eldgosi.
Flugfélagið Ernir hóf flug milli Vestmannaeyja og Reykjavík í dag. Bæjarráð Vestmannaeyja segir þetta vera fyrsta skrefið í átt að áætlunarflugi.
Mjanmar hefur tekið við af Afganistan sem stærsti framleiðandi ópíums í heiminum á þessu ári.
Margir Danir gera nú tilraunir með ýmiss konar jólatré, jafnvel að nota barrlausa tréð frá því í fyrra.