Úkraína í aðildarviðræður, sambandslaust á Gaza, Biblían á hljóðbók
Úkraínu hefur verið boðið til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - þetta var ákveðið á fundi leiðtogaráðs ESB nú skömmu fyrir fréttir.
Hvorki net- né símasamband er á Gaza vegna loftárása Ísraela. Eymd og örvænting íbúa eykst og margir hafa ekki neytt matar í nokkra daga.
Samningafundi flugumferðarstjóra við Samtök atvinnulífsins lauk á sjötta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. Formaður Félags flugumferðastjóra segir stöðuna erfiða.
Hörð mótmæli gegn einstaka stjórnmálamönnum og fjölskyldum þeirra geta fælt fólk frá lýðræðislegri umræðu segir forsætisráðherra. Þótt hún hafi sjálf orðið fyrir aðkasti vonar hún að æðstu embættismenn geti áfram gengið um götur án löggæslu.
Eftirlit hefur verið hert við bænahús og samkomustaði gyðinga í Danmörku. Þrír menn voru handteknir í dag, grunaðir um að undirbúa hryðjuverk. Sá fjórði var tekinn höndum í Hollandi.