Flugumferðarstjórar funda enn með fulltrúum Isavia og Samtaka atvinnulífsins. Verkfall flugumferðarstjóra hefst klukkan fjögur í fyrramálið náist samningar ekki, og stendur til tíu.
Utanríkisráðherra telur að það þjóni engum tilgangi fyrir Ísland að grípa einhliða til þvingunaraðgerða gagnvart Ísrael. Slíkar aðgerðir hafi mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur.
Vitnisburður ekkju Tómasar Waagfjörð, mannsins sem lést í heimahúsi á Ólafsfirði í október í fyrra, var spilaður í dómssal í dag. Hún er látin en var lykilvitni í málinu. Andlát hennar er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti.
Framkvæmdir standa yfir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Siglufirði og Patreksfirði. Fjöldi annarra verkefna er í pípunum og bráðum á að bjóða varnir í Neskaupstað út. eftir að ríkisstjórnin ákvað að flýta framkvæmdum þar.
Það voru mistök að taka ekki upp aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu fyrr á þessu ári eins og til stóð, segir forstöðumaður Menntaseturs lögreglu.
14 ára drengur hneig niður um helgina eftir að hafa drukkið tvo koffínríka gosdrykki sem hann keypti sjálfur. Sérfræðingur í eiturefnafræði á Landspítala segir dæmi um að leggja hafi þurft smábörn inn á bráðamótttöku eftir að þau innbyrtu orkudrykki.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir