Morðdómur, fangaklefar, verkfall flugumferðastjóra og málefni RÚV
6. desember 2023
Tæplega fertugur maður var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða meðleigjanda sinn í Hafnarfirði í sumar. Verjandi hans gerir ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað.
Umboðsmaður Alþingis gerir alvarlegar athugasemdir við fangageymslur Lögreglunnar á Suðurlandi og vörslu þeirra sem þær gista. Dómsmálaráðherra er beðinn að meta hvort húsnæðið uppfylli kröfur til starfseminnar.
Flugumferðastjórar hafa boðað vinnustöðvun tvo morgna í næstu viku, sem mun að óbreyttu leiða til mikillar röskunar á flugi. Arnar Hjálmarsson, formaður félags flugumferðastjóra, segir viðræður við SA og Isavia ekki hafa verið markvissar til þessa.
Starfshópur menningar- og viðskiptaráðherra hefur skilað drögum að skýrslu um málefni Ríkisútvarpsins, sem fjallar meðal annars um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði.
Google kynnti í dag nýtt gervigreindarlíkan, sem sagt er geta sýnt fram á framsækna rökhugsun á fjölbreytta vegu og standa öðrum svipuðum forritum framar að flestu leyti,
Og kærleikskúla ársins var afhent í dag - hana fékk Haraldur Þorleifsson, sem þakkaði kærlega fyrir sig.