Konur í fangelsum, COP28, greiðsluaðlögun og hitaveita
Mjög hallar á konur í fangelsum landsins. Ríkisendurskoðun segir óverjandi að ekki séu til sérstök vistunarúrræði fyrir þær og óásættanlegt að þær hafi takmarkaðra aðgengi að störfum og endurhæfingu en karlfangar.
Ljóst er að ekki verði einfalt að ná fram sameiginlegri niðurstöðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur sem hæst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, að sögn forsætisráðherra, enda vilji sum ríki ganga miklu skemur en önnur. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Fleiri eiga að geta sótt um greiðsluaðlögun en hingað til. samkvæmt frumvarpi félags- og vinnumálaráðherra sem lagt var fram á þingi í dag. Rætt við Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá umboðsmanni skuldara.
Afkastageta hitaveitunnar á Drangsnesi gæti allt að þrefaldast með tilkomu nýrrar borholu í þorpinu og öll takmörkun á heitavatnsnotkun þá úr sögunni þar í bæ. Rætt við Finn Jónsson, oddvita Kaldrananeshrepps.
Þrír menn voru dæmdir í sex, fimm og eins og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á hassi, sem átti að flytja til Grænlands.